Glæsileg opnun

Opnun Dalsár gekk vel þetta sumarið, átta fallegar bleikjur komu á land á einni og hálfri klukkustund. Þetta voru allt mjög fallegir fiskar. Hér fyrir neðan má sjá hluta afla dagsins.

Opnun 2014

Hluti aflans úr opnun Dalsár

Posted in Dalsá Fáskrúðsfirði | Comments Off on Glæsileg opnun

Hafin er forsala á veiðileyfum

Hafin er forsala á veiðileyfum í Dalsá Fáskrúðsfirði. Þeir sem vilja tryggja sér veiðileyfi í tíma hafi samband í síma 861-2154
Þeir sem vilja tryggja sér gistingu, hringi í síma 892-1374

Ódýr og fjölskylduvæn veiði, gisting á góðu verði.
Tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Góður viðkomustaður á ferðalagi um Austfirði.

Breytingar hafa verið gerðar á veiðisvæðum. Stöngum fækkað úr fjórum í þrjár og áin orðin eitt veiðisvæði. Engin hækkun verður á veiðileyfum og hafa þau ekki hækkað í þrjú ár.

Bjartsýni ríkir fyrir komandi veiðisumri þar sem óvenju mikið var af smábleikju síðasta haust.

Verðskrá.
15. júní – 30. september
Hálfur dagur 5000 kr. + 1000 kr. í skilagjald.
Heill dagur 7000 kr. + 1000 kr. í skilagjald.

Skilagjald kr. 1000 endurgreiðist þegar veiðiskýrslu er skilað.

Eftir að forsölu lýkur eru veiðileyfi seld í söluskála Stefáns Jónssonar, sími: 475-1490

Þetta sumarið bjóðum við einnig upp á veiði í Tungudalsá, sem er falleg og ósnortin veiðiá. Áin hefur verið friðuð síðustu fimm ár og þar verður eingöngu leyfð fluguveiði. Leyfðar eru tvær stangir á dag. Verð er 5000 kr. fyrir hálfan dag og 7000 kr. fyrir heilan dag.

Það eru vinsamleg tilmæli til veiðimanna að þeir umgangist árnar af virðingu og veiði hóflega, sleppi eins miklu og mögulegt er aftur í ána, því þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Ekki verður farið í að setja kvóta á veiðimenn heldur höfðað til skynsemi þeirra.

Posted in Dalsá Fáskrúðsfirði | Leave a comment

Dalsá formlega opnuð í dag í blíðskapar veðri. Töluvert líf að sjá og athygli vakti að áin mældist 10°C heit og var fyrsta bleikja sumarsins dregin á land. Ekki amaleg á grillið þessi.

Sala veiðileyfa í fullum gangi í Söluskála Stefáns Jónssonar, Fáskrúðsfirði. Sími: 475-1490

Bleikja úr Dalsá

Bleikja úr Dalsá

Posted in Dalsá Fáskrúðsfirði | Comments Off on

Dalsá Fáskrúðsfirði

Veiðileyfi eru seld í söluskála Stefáns Jónssonar, sími 4751490

Þessi fallegi lax veiddist 17. júlí í hyl númer 37. Annar lax veiddist í hyl númer 36 og var sleppt aftur í ána.

Lax 17. júlí

Fallegur lax úr hyl númer 37

Fyrsti Lax sumarsins 2011.

Þessa fallegu 8 punda hrygnu veiddi veiðimaðurinn Cezary Bialek á rauðan Fransis þann 8. júlí á efra-svæði Dalsár. Þess má geta að hann veiddi annan lax sem sleppt var í ána aftur. Töluvert hefur sést af laxi á efra svæði árinnar þannig að ljóst er að seiðasleppingar eru að skila árangri.

Fyrsti lax sumarsins 2011

Veiðimaður ásamt leiðsögumanni sínum Arek

 

veiðimyndir

Fallegt við Dalsá

Stekkjabakkahylur

Stekkjabakkahylur

Hylur númer 43

Hylur númer 43

Svarðarfoss, hylur númer 45

Svarðarfoss, hylur númer 45

Hylur númer 43

Hylur númer 43

Hann var ánægður veiðimaðurinn Guðlaugur Ingi Steinarsson með fyrsta lax sumarsins (11.07.2010) úr Dalsá í Fáskrúðsfirði.
Hann veiddist í hyl númer 9 (Staurahyl), það var hrygna 6,5 pund, 73 cm, nýgengin og grálúsug. Hún tók Heimasætu en veiðimaður var með nettar silungsgræjur og tók viðureignin 20-30 mínútur.

Fyrsti lax sumarsins

Fyrsti lax sumarsins

Fallegur hylur

Víða eru fallegir hyljir í Dalsá

Stekkjabakkahylur geymir oft mikið af fiski

Stekkjabakkahylur geymir oft mikið af fiski

Mikið er af þverám og lækjum sem renna í Dalsá.

Mikið er af þverám og lækjum sem renna í Dalsá.

Flugu kastað á hyl númer 9.

Flugu kastað á hyl númer 9.

Fallegar Bleikjur veiddust í opnuninni 2010.

Fallegar Bleikjur veiddust í opnuninni 2010.

fiskur_tekinn_minni

Fiskur í hyl númer 21, sést í gistiheimilið í fjarska.

godur afli

Góð veiði úr hyl númer 9, þessar tóku heimasætuna og krókinn.

horft inn dal fra bru

Mynd tekin af Dalsárbrú upp eftir ánni.

horft ut dal fra bru

Mynd tekin af Dalsárbrú og í átt að sjó.

horft i nordur fra tunguholti

Séð frá gistiheimili niður að á.

horft inn dal fra tunguholti

Séð frá gistiheimili og inn eftir dal.

tunguholt gistiadstada

Mynd af gistiheimilinu Tunguholti.

eldhus i tunguholti

Eldhúsaðstaða í Tunguholti.

rum_minni

Góð gistiaðstaða er í Tunguholti.

Posted in Dalsá Fáskrúðsfirði | Comments Off on Dalsá Fáskrúðsfirði