Hafin er forsala á veiðileyfum

Hafin er forsala á veiðileyfum í Dalsá Fáskrúðsfirði. Þeir sem vilja tryggja sér veiðileyfi í tíma hafi samband í síma 861-2154
Þeir sem vilja tryggja sér gistingu, hringi í síma 892-1374

Ódýr og fjölskylduvæn veiði, gisting á góðu verði.
Tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Góður viðkomustaður á ferðalagi um Austfirði.

Breytingar hafa verið gerðar á veiðisvæðum. Stöngum fækkað úr fjórum í þrjár og áin orðin eitt veiðisvæði. Engin hækkun verður á veiðileyfum og hafa þau ekki hækkað í þrjú ár.

Bjartsýni ríkir fyrir komandi veiðisumri þar sem óvenju mikið var af smábleikju síðasta haust.

Verðskrá.
15. júní – 30. september
Hálfur dagur 5000 kr. + 1000 kr. í skilagjald.
Heill dagur 7000 kr. + 1000 kr. í skilagjald.

Skilagjald kr. 1000 endurgreiðist þegar veiðiskýrslu er skilað.

Eftir að forsölu lýkur eru veiðileyfi seld í söluskála Stefáns Jónssonar, sími: 475-1490

Þetta sumarið bjóðum við einnig upp á veiði í Tungudalsá, sem er falleg og ósnortin veiðiá. Áin hefur verið friðuð síðustu fimm ár og þar verður eingöngu leyfð fluguveiði. Leyfðar eru tvær stangir á dag. Verð er 5000 kr. fyrir hálfan dag og 7000 kr. fyrir heilan dag.

Það eru vinsamleg tilmæli til veiðimanna að þeir umgangist árnar af virðingu og veiði hóflega, sleppi eins miklu og mögulegt er aftur í ána, því þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Ekki verður farið í að setja kvóta á veiðimenn heldur höfðað til skynsemi þeirra.

This entry was posted in Dalsá Fáskrúðsfirði. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s